Rauða borðið 27. mars - Flóttafólk, börn í vanda, orðræða fjölmiðla, framtíð lýðræðis og bókabúðarhljómsveit
Rauða borðið - A podcast by Gunnar Smári Egilsson

Fimmtudagur 27. mars Flóttafólk, börn í vanda, orðræða fjölmiðla, framtíð lýðræðis og bókabúðarhljómsveit Við hefjum leik á nýrri frétt um að flóttafólk er að lenda á götunni hér á næstu vikum. María Lilja Þrastardóttir ræðir við Þóri Hall Stefánsson umsjónarmann gistiskýlis hjá Rauða krossinum. Í dag hafa verið sagðar fréttir um öryggi og auknar eftirlitsheimildir lögreglu. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við Þórlaugu Borg Ágústsdóttur vefkyrju og doktorsnema um áhrif tækni-kapítalisma á lýðræðið, varnir Íslands, netöryggismál, áróður og fleira. Hvernig horfir MAST-dómurinn í gær við neytendum? Breytir það einhverju til góðs fyrir íslenskan almenning að Hæstiréttur hafi dæmt að starfsfólk MAST og fréttamenn Rúv höfðu rétt á tjáningu um brotalamir kjúklingabús? Við fáum svör með formanni Neytendasamtakanna, Breka Karlssyni, hann ræðir ásamt Tryggva Aðalbjörnssyni fréttamanni sem skúbbaði Brúneggjamálinu á sínum tíma við Björn Þorláks. Við fjöllum einnig um börn í vanda og orðræðu fjölmiðla. Þórhildur Ólafs barnasálfræðingur, Hermann Austmar pabbi stúlku í Breiðholtinu og Óskar Steinn sem vann á Hamrinum, sem er úrræði fyrir erlend börn, ræða það mál við Maríu Lilju. Það er vel geymt leyndarmál meðal Íslendinga að í húsi við Laugaveg hefur verið spiluð lifandi tónlist fyrir erlenda ferðamenn hvert einasta kvöld í þrjú ár. Þetta upplýsa þau Ragnar Ólafsson og Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarmenn sem líta við og ræða þetta merka og mjög svo þrautseiga menningarframtak.